Innlent

Enn hungurdauði svartfugla

Hungurdauði svartfugla er farinn að gera vart við sig fjórða veturinn í röð segir í Morgunblaðinu. Hafa veiðimenn tilkynnt um dauðan eða deyjandi svartfugl við Þórshöfn á Langanesi, í Eyjafirði, Skagafirði og Vestmannaeyjum og úti fyrir Hofsósi hafa sjómenn séð svartfugl á reki. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur segir í samtali við Morgunblaðið að fuglana skorti æti í náttúrunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×