Innlent

Sjónvarpssafnanir víða um heim

Belgar luku í gær þriggja vikna söfnunarátaki til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Asíu og á austurströnd Afríku. Í gærmorgun höfðu safnast 1,7 milljarðar króna og sú tala hækkaði jafnt og þétt eftir því sem leið á daginn og fór yfir tvo milljarða. Mikil fjársöfnun var haldin í kanadísku sjónvarpi á fimmtudagskvöld þar sem margar stjörnur lögðu hönd á plóg. Í kvöld verður svo haldin mikil fjársöfnun í bandarísku sjónvarpi og hefur hver stórstjarnan á fætur annarri tilkynnt um það undanfarna daga að hún taki þátt í útsendingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×