Innlent

Ný þjónusta við börn í vanda

Tekin hefur verið ákvörðun af Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu um að ný þjónusta við börn sem stríða við geðrænan vanda verði hluti af heilsugæslunni í Grafarvogi sem er fjölmennasta barnahverfi landsins. Atli Árnason, yfirlæknir heilsugæslunnar í Grafarvogi, segir tímamót að gefa heilsugæslunni möguleika á því að hafa aðgang að sálfræðingi, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa í frumþjónustu. "Það má segja að það bætist við nýtt vopn í meðferðarsafnið. Við höfum reynslu af því í gegnum ungbarnaeftirlit að við sjáum oft tengslatruflanir í fjölskyldum. Jafnvel erfiðleika í samskiptum ungra barna og fjölskyldna þeirra og við erum viss um að ef við komum nógu snemma inn í mál sé hægt að varna því að slík einkenni breytist í geðsjúkdóma í stað þess að vera truflanir," segir Atli. Hann segir eftir miklu að slægjast þar sem þeir geti aðstoðað og stutt fólk og varnað því að börnin þeirra verði veikari síðar meir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×