Sport

Fyrsti leikur Gylfa með Leeds

Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson lék fyrsta leik sinn fyrir Leeds United í gær þegar liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Crewe í ensku fyrstu deildinni. Gylfi kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og fær ágæta dóma fyrir sinn leik á netmiðlum. Leeds er í 14.sæti deildarinnar. Heiðar Helguson skoraði sigurmark Watford í 1-0 sigri á Millwall. Þetta var fyrsti sigur liðsins í sex leikjum. Mark Heiðars kom fimmtán mínútum fyrir leikslok. Bjarni Guðjónsson lék allan tímann með Plymouth Argyle þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Wolverhampton Wanderers. Plymouth er í 16. sæti. Ívar Ingimarsson var í liði Reading sem náði aðeins markalausu jafntefli gegn Gillingham. Reading er í fjórða sæti. Stoke tapaði 1-0 á útivelli fyrir Nottingham Forest. Leik Burnley og Leicester var hætt eftir 19 mínútur vegna úrhellis. Jóhannes Karl Guðjónsson var á bekknum hjá Leicester. Efsta liðið Ipswich Town tapaði á heimavelli gegn West Ham 2-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×