Innlent

Fjölmenni í Hlíðafjalli

Skíðavertíðin á Akureyri hófst í dag og nýttu margir sér gott skíðafæri. Eftir hálfan mánuð hefst snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli og því stefnir í góðan skíðavetur norðan heiða.

Skíðasvæðið í Hlíðafjalli ofan Akureyri opnaði klukkan tíu í morgun en svo snemma vetrar hefur svæðið ekki verið opnaði í hartnær aldarfjórðung eða frá árinu 1981. Töluverður snjór er í fjallinu en jafnvel þó hann taki upp á næstu vikum þurfa skíðaunnendur norðan heiða ekki að örvænta því eftir hálfan mánuð verður búnaður til snjóframleiðslu tilbúin til notkunnar. Fjölmenni lagði leið sína í Hlíðafjall í dag og staðarhaldarinn, Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða, var í sjöunda himni. Hann sagði byrjunina vera góða og hátt á 2000 manns hefði lagt leið sína á fjallið. Guðmundur sagði skíða og snjóbrettafærið vera mjög gott í Hlíðafjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×