Innlent

Nældu krónu konunnar í forsætisráðherra

Ungir femínstar nældu krónu konunnar í barm Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum í dag. Þær vildu með því vegja athygli á launamun kynjanna. Króna konunnar er nákvæm eftirlíking af íslensku krónunni hönnuð sem barmnæla úr áli þar sem búið er að taka þrjátíu og fimm prósent af krónunni. Króna konunnar verður til sölu víðs vegar um land og mun kosta eitt hundrað krónur fyrir karlmenn en aðeins sextíu og fimm krónur fyrir konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×