Sport

Barthez sakaður um hráka

Fabien Barthez, markvörður Marseille og fyrrum markvörður Manchester United, hefur verið ásakaður um að hrækja á dómarann Abdellah El Achiri, og ef fundinn sekur gæti átt yfir höfði sér langt bann, en atvikið átti sér stað í vináttuleik Marseille og Wydad. Barthez, sem var á bekknum í umræddum leik, óð inná völlinn til að lesa yfir dómaranum og endaði á því að hrækja á hann, að því er Achiri dómari segir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×