Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir 15. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira