Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir 15. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira