Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir 15. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira