Innlent

Engin sameining

Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar. Guðmundur H. Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps segir að bréfið hafi verið sent til nefndarinnar í kjölfar skoðanakönnunar innar sveitarfélagsins sem sýndi að það var ósk íbúa þess að halda sjálfstæði sínu. Könnunin náði til allra íbúa í Kjósarhreppi sem voru 18 ára og eldri og af þeim tóku 75,7 prósent íbúa þátt. Mikill meirihluti þeirra, eða 74,4 prósent vildu enga sameiningu, en næst stærsti hópurinn, eða 16,7 prósent vildu sameiningu við Reykjavíkurborg. Aðrir vildu sameiningu við önnur sveitarfélög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×