Erlent

Mótmæltu afskiptum Bandaríkjanna

Um þrjú þúsund námsmenn sem styðja Sýrlendinga komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon til þess að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum, en Bandaríkjamenn hafa farið fyrir hópi þjóða sem þrýst hafa á Sýrlendinga að kalla herlið sitt og leyniþjónustu frá Líbanon. Mótmælendurnir brenndu bandaríska og ísraelska fána og kröfðust þess að sendiherrra Bandaríkjanna færi frá Líbanon. Líbanskir hermenn og óeirðalögregla komu á vettvang og komu upp víggirðingu til þess að halda mannfjöldanum frá sendiráðinu. Stjórnmálaflokkar sem njóta stuðnings Sýrlendinga stóðu fyrir mótmælunum, en þau koma í kjölfar fjölmennustu mómæla í sögu landsins í gær þegar hátt í milljón manna safnaðist saman í Beirút til að mótmæla veru Sýrlendinga í Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×