Erlent

Sprenging í kristnum hluta Beirút

Sprengja sprakk í morgun í kristnum hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, með þeim afleiðingum að a.m.k. sex særðust. Mikil ólga hefur verið í landinu síðan fyrrverandi forsætisráðherra, Rafik Hariri, var myrtur í febrúar. Er þetta í þriðja sinn á skömmum tíma sem sprengja springur á svæðinu og eykur enn á spennu og ringulreið í aðdraganda kosninga sem fram eiga að fara eftir tæplega hálfan mánuð. Kristinir stjórnmálaleiðtogar hafa gefið í skyn að sýrlenskar öryggissveitir standi á bak við tilræðin en undirstrika að þeir hyggist ekki láta gabba sig út í nýtt stríð, en borgarastyrjöld geisaði í landinu frá 1975 til ársins 1990.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×