Lífið

Hello greiði OK ekki milljón punda

Áfrýjunardómstóll í Lundúnum hefur snúið við dómi undirréttar um að slúðurtímaritið Hello greiði slúðurtímaritinu OK eina milljón sterlingspunda vegna þess að Hello birti ljósmyndir af brúðkaupi leikarahjónanna Michaels Douglas og Catherine Zeta Jones. Hjónin höfðu gert samning við OK um einkaleyfi á myndatökum í brullaupinu og fengið fyrir það milljón pund. Hello keypti hins vegar myndir sem einhver óvandaður gestur hafði tekið í gleðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.