Segir tillögur sögulega sáttagjörð 7. apríl 2005 00:01 Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Söguleg sáttagjörð hefur tekist í fjölmiðlamálinu, að mati menntamálaráðherra. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka kynntu í dag sameiginlega niðurstöðu þar sem miðað er við að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í útbreiddustu fjölmiðlunum. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi í haust. Landsmenn upplifðu í fyrra einhver mestu átök sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu á síðari tímum, átök sem náðu hámarki þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar en það var í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt gerðist. Þeirri rimmu lauk með því að Alþingi afnám sjálft lögin og kom þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annar blær er nú á málinu. Fulltrúar allra flokka á Alþingi sem sátu í nýrri nefnd menntamálaráðherra kynntu í dag sameiginlegar tillögur að reglum um íslenska fjölmiðla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði við það tilefni að það sem mestu máli skipti væri að náðst hefði pólitísk sátt um það að tryggja aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Deilurnar á síðasta ári snerust fyrst og fremst um eignarhald á fjölmiðlum. Nú er lögð til einföld regla sem felur í sér að enginn megi eiga meira en 25 prósent í útbreiddum fjölmiðli. Þessi regla mun gilda um þá fjölmiðla sem þriðjungur af mannfjölda notfærir sér að jafnaði á degi hverjum svo og ef markaðshlutdeild fjölmiðilsins fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði fyrir sig. Þetta þýðir að gera þarf breytingar á eignarhaldi allra helstu fjölmiðla landsins, Morgunblaðsins, Skjás eins og 365 ljósvaka- og prentmiðla sem eiga meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið. Athygli vekur að ekki er lagt til að bannað verði að sami aðili eigi bæði prentmiðla og ljósvakamiðla. Tillögur fjölmiðlanefndar ná yfir sjö þætti. Lagt er til að settar verði reglur um flutningsskyldu og flutningsrétt á efni, sem skylda þá sem eiga dreifikerfi til að dreifa efni frá öðrum aðilum en veita einnig dreifiaðilum rétt til að dreifa efni annarra. Lagt er til að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla og þá er lagt til að aukið aðhalds- og eftirlitshlutverk verði falið sérstakri stofnun og er Póst- og fjarskiptastofnun nefnd í því sambandi. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, lýsti niðurstöðunni með þeim orðum að í dag lægi fyrir sáttagerð sem hlyti að teljast söguleg í ljósi alls sem á undan hefði gengið. Þessi sáttagerð hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að í nefndina hefðu verið valdir stjórnmálamenn sem hefðu haft þor og metnað til þess að leiða í jörð þetta mál sem hefði verið eitt stærsta deilumál lýðveldistímans. Hann tæki hatt sinn afar djúpt ofan fyrir þeim öllum. Menntamálaráðherra lýsti því yfir að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í haust sem byggðist á tillögum nefndarinnar. En áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að gera efnislegar breytingar á þeirri niðurstöðu sem lýst er sem sáttagjörð? Menntamálaráðherra sagði að fyrir sitt leyti væri lykilorðið sáttagjörð. Ef það ætti að fara hrófla mikið við niðurstöðu nefndarinnar og þeirrar sögulegu sáttar sem náðst hefði yrði ekki mikið um sáttina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira