Innlent

Fjöldi bensínstöðva og verð óháð

Af tíu þéttbýlisstöðum á landinu er hæsta bensínverð hjá Skeljungi. Er það þrátt fyrir samkeppni við aðrar bensínstöðvar á stöðunum. Þó Essó sé eini seljandinn á Ísafirði er verðið lægst þar af stöðunum tíu eða 98,1 krónu á lítrann af 95 oktana bensíni. Orkan sem er í eigu Skeljungs rekur hins vegar stöð í Súðavík og býður lítrann á 97,1 krónu samkvæmt vef þeirra. Skeljungur er að jafnaði tæpum þremur til rúmum fjórum krónum dýrari en Olís og Essó þar sem stöðvarnar eru allar, eins og á Egilsstöðum, Grindavík og á Akureyri. Á síðastnefndum er þó Orkan starfrækt með lítrann á 97,1 krónu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×