Nemendur streyma í blikkið 14. mars 2005 00:01 Nemendum í iðn- og tæknigreinum hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þannig voru 3.675 skráðir í iðn- og tæknigreinar árið 2000 en 3.883 nemendur skráðir í hittifyrra. Nemendum í grunndeild málmiðna fjölgaði um 15 prósent milli ára. Í hittifyrra voru þeir 258 talsins en í fyrra voru þeir 296. Þetta gerist þrátt fyrir að útlendingum fjölgi sífellt í þessum greinum á vinnumarkaði. Útlendingar eru í auknum mæli ráðnir til starfa í almennri byggingarvinnu, sérstaklega til hefðbundinna trésmiðastarfa. Margir eru ráðnir í blikksmíði, til uppsetningar loftræstikerfa en fyrirtækið Stjörnublikk hefur notað portúgalska leigustarfsmenn í mörg ár og eru þau mál til skoðunar hjá Yfirskattanefnd. Útlendingar verða líka sífellt fjölmennari í málmiðnaði, sérstaklega í suðuvinnu, en hefð er fyrir því í skipasmíðaiðnaði að sækja starfsmenn til Póllands. Samkvæmt upplýsingum hjá menntamálaráðuneytinu er aðsókn í iðn- og tæknigreinar sveiflukennd. Aukning hafi verið síðustu ár en lægð hafi verið árið á undan. Skólarnir séu hugsanlega ekki að útskrifa nægilega marga auk þess sem þeir nemendur sem nú streymi í þessar greinar eigi eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn. Áhrif aukinnar aðsóknar skili sér ekki fyrr en eftir fjögur til sex ár. Vinnuaflsþörfin sé gríðarlega mikil þessi misserin og þess vegna sé svo mikil eftirspurn eftir útlendingum til starfa. Tæplega helmingur ungs fólks útskrifast með annað próf en stúdentspróf. Örn Friðriksson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, segir að ekki hafi verið neinni hvatningu haldið á lofti af hálfu stjórnvalda að neinir sæktu iðn- og tæknigreinar heldur hefði fyrst og fremst verið horft til háskólanáms. "Þegar íslensku varðskipin eru send til Póllands í annað skipti á fjórum árum þá dregur ungt fólk af því ákveðnar ályktanir. Þarna vantar mikið á að kynna möguleikana sem málmiðnaðargreinar hafa," segir hann. Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nemendum í iðn- og tæknigreinum hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þannig voru 3.675 skráðir í iðn- og tæknigreinar árið 2000 en 3.883 nemendur skráðir í hittifyrra. Nemendum í grunndeild málmiðna fjölgaði um 15 prósent milli ára. Í hittifyrra voru þeir 258 talsins en í fyrra voru þeir 296. Þetta gerist þrátt fyrir að útlendingum fjölgi sífellt í þessum greinum á vinnumarkaði. Útlendingar eru í auknum mæli ráðnir til starfa í almennri byggingarvinnu, sérstaklega til hefðbundinna trésmiðastarfa. Margir eru ráðnir í blikksmíði, til uppsetningar loftræstikerfa en fyrirtækið Stjörnublikk hefur notað portúgalska leigustarfsmenn í mörg ár og eru þau mál til skoðunar hjá Yfirskattanefnd. Útlendingar verða líka sífellt fjölmennari í málmiðnaði, sérstaklega í suðuvinnu, en hefð er fyrir því í skipasmíðaiðnaði að sækja starfsmenn til Póllands. Samkvæmt upplýsingum hjá menntamálaráðuneytinu er aðsókn í iðn- og tæknigreinar sveiflukennd. Aukning hafi verið síðustu ár en lægð hafi verið árið á undan. Skólarnir séu hugsanlega ekki að útskrifa nægilega marga auk þess sem þeir nemendur sem nú streymi í þessar greinar eigi eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn. Áhrif aukinnar aðsóknar skili sér ekki fyrr en eftir fjögur til sex ár. Vinnuaflsþörfin sé gríðarlega mikil þessi misserin og þess vegna sé svo mikil eftirspurn eftir útlendingum til starfa. Tæplega helmingur ungs fólks útskrifast með annað próf en stúdentspróf. Örn Friðriksson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, segir að ekki hafi verið neinni hvatningu haldið á lofti af hálfu stjórnvalda að neinir sæktu iðn- og tæknigreinar heldur hefði fyrst og fremst verið horft til háskólanáms. "Þegar íslensku varðskipin eru send til Póllands í annað skipti á fjórum árum þá dregur ungt fólk af því ákveðnar ályktanir. Þarna vantar mikið á að kynna möguleikana sem málmiðnaðargreinar hafa," segir hann.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira