Nemendur streyma í blikkið 14. mars 2005 00:01 Nemendum í iðn- og tæknigreinum hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þannig voru 3.675 skráðir í iðn- og tæknigreinar árið 2000 en 3.883 nemendur skráðir í hittifyrra. Nemendum í grunndeild málmiðna fjölgaði um 15 prósent milli ára. Í hittifyrra voru þeir 258 talsins en í fyrra voru þeir 296. Þetta gerist þrátt fyrir að útlendingum fjölgi sífellt í þessum greinum á vinnumarkaði. Útlendingar eru í auknum mæli ráðnir til starfa í almennri byggingarvinnu, sérstaklega til hefðbundinna trésmiðastarfa. Margir eru ráðnir í blikksmíði, til uppsetningar loftræstikerfa en fyrirtækið Stjörnublikk hefur notað portúgalska leigustarfsmenn í mörg ár og eru þau mál til skoðunar hjá Yfirskattanefnd. Útlendingar verða líka sífellt fjölmennari í málmiðnaði, sérstaklega í suðuvinnu, en hefð er fyrir því í skipasmíðaiðnaði að sækja starfsmenn til Póllands. Samkvæmt upplýsingum hjá menntamálaráðuneytinu er aðsókn í iðn- og tæknigreinar sveiflukennd. Aukning hafi verið síðustu ár en lægð hafi verið árið á undan. Skólarnir séu hugsanlega ekki að útskrifa nægilega marga auk þess sem þeir nemendur sem nú streymi í þessar greinar eigi eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn. Áhrif aukinnar aðsóknar skili sér ekki fyrr en eftir fjögur til sex ár. Vinnuaflsþörfin sé gríðarlega mikil þessi misserin og þess vegna sé svo mikil eftirspurn eftir útlendingum til starfa. Tæplega helmingur ungs fólks útskrifast með annað próf en stúdentspróf. Örn Friðriksson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, segir að ekki hafi verið neinni hvatningu haldið á lofti af hálfu stjórnvalda að neinir sæktu iðn- og tæknigreinar heldur hefði fyrst og fremst verið horft til háskólanáms. "Þegar íslensku varðskipin eru send til Póllands í annað skipti á fjórum árum þá dregur ungt fólk af því ákveðnar ályktanir. Þarna vantar mikið á að kynna möguleikana sem málmiðnaðargreinar hafa," segir hann. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Nemendum í iðn- og tæknigreinum hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þannig voru 3.675 skráðir í iðn- og tæknigreinar árið 2000 en 3.883 nemendur skráðir í hittifyrra. Nemendum í grunndeild málmiðna fjölgaði um 15 prósent milli ára. Í hittifyrra voru þeir 258 talsins en í fyrra voru þeir 296. Þetta gerist þrátt fyrir að útlendingum fjölgi sífellt í þessum greinum á vinnumarkaði. Útlendingar eru í auknum mæli ráðnir til starfa í almennri byggingarvinnu, sérstaklega til hefðbundinna trésmiðastarfa. Margir eru ráðnir í blikksmíði, til uppsetningar loftræstikerfa en fyrirtækið Stjörnublikk hefur notað portúgalska leigustarfsmenn í mörg ár og eru þau mál til skoðunar hjá Yfirskattanefnd. Útlendingar verða líka sífellt fjölmennari í málmiðnaði, sérstaklega í suðuvinnu, en hefð er fyrir því í skipasmíðaiðnaði að sækja starfsmenn til Póllands. Samkvæmt upplýsingum hjá menntamálaráðuneytinu er aðsókn í iðn- og tæknigreinar sveiflukennd. Aukning hafi verið síðustu ár en lægð hafi verið árið á undan. Skólarnir séu hugsanlega ekki að útskrifa nægilega marga auk þess sem þeir nemendur sem nú streymi í þessar greinar eigi eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn. Áhrif aukinnar aðsóknar skili sér ekki fyrr en eftir fjögur til sex ár. Vinnuaflsþörfin sé gríðarlega mikil þessi misserin og þess vegna sé svo mikil eftirspurn eftir útlendingum til starfa. Tæplega helmingur ungs fólks útskrifast með annað próf en stúdentspróf. Örn Friðriksson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, segir að ekki hafi verið neinni hvatningu haldið á lofti af hálfu stjórnvalda að neinir sæktu iðn- og tæknigreinar heldur hefði fyrst og fremst verið horft til háskólanáms. "Þegar íslensku varðskipin eru send til Póllands í annað skipti á fjórum árum þá dregur ungt fólk af því ákveðnar ályktanir. Þarna vantar mikið á að kynna möguleikana sem málmiðnaðargreinar hafa," segir hann.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira