Sport

Appleby varði titilinn

Ástralinn Stuart Appleby varði titil sinn á Mercedes-meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsta PGA-mót árins í bandarísku mótaröðinni en leikið var á Kapalua-vellinum á Hawaii. Appleby lék á 67 höggum í gærkvöldi og samtals á 21 höggi undir pari. Sigur Applebys er merkilegur en hann lék á 74 höggum fyrsta daginn og var á meðal neðstu manna. Bandaríkjamaðurinn Jonathan Kaye var höggi á eftir í öðru sæti. Tiger Woods og Ernie Els voru jafnir í þriðja sæti á 19 höggum undir pari. Vijay Singh, sem var í forystu fyrir lokahringinn, lék á 74 höggum og hafnaði í fjórða sæti ásamt Adam Scott og Stewart Cink.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×