Innlent

Katrín í Lýsi fær viðurkenningu

Félag kvenna í atvinnurekstri veitti í dag Katrínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Lýsis, viðurkenningu fyrir vel unnin störf en hún þykir geta orðið öðrum konum hvatning og fyrirmynd. Þetta er í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt. Katrín Pétursdóttir tók við Lýsi árið 1999 og hefur snúið rekstrinum til betri vegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×