Innlent

Eyrarrósin afhent í dag

MYND/Vísir
Eyrarrósin verður afhent á Bessastöðum klukkan þrjú í dag en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, „Aldrei fór ég suður“, listahátíðin „Á seyði“ á Seyðisfirði og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði eru þau þrjú verkefni sem verða sérstaklega kynnt úr hópi fjölmargra tilnefndra. Ein þessara hátíða hlýtur Eyrarrósina og eina og hálfa milljón króna í styrk. Viðurkenningin á rætur sínar í því að fyrir tæpu ári gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari átaksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×