Lífið

Pönduungi á stærð við smjörstykki

Þrettán ára gömul risapanda í dýragarði í San Diego eignaðist í gær unga. Unginn kom í heiminn eftir þriggja klukkutíma erfiðar hríðir en annar ungi sem pandan bar einnig dó í maganum á henni. Litla pandan var ekki nema um hundrað og tíu grömm þegar hún kom í heiminn og á stærð við smjörstykki. Ekki er enn vitað hvors kyns unginn er, þar sem starfsmenn dýragarðsins vildu leyfa móðurinni og afkvæminun að vera í friði fyrst um sinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.