Lífið

Sony skáldaði kvikmyndagagnrýnanda

Kvikmyndafyrirtækið Sony hefur verið dæmt í tæplega hundrað milljóna króna sekt fyrir að blekkja almenning. Markaðsdeild Sony bjó til kvikmyndagagnrýnandann David Manning og vitnaði í hann í gríð og erg þegar kvikmyndir fyrirtækisins voru auglýstar. Eins og gefur að skilja voru dómar hins ímyndaða Mannings um myndir Sony afar jákvæðir. Sony hefur í kjölfarið sent þá tvo starfsmenn markaðsdeildarinnar, sem áttu hugmyndina um Manning, heim í mánuð, launalaust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.