Innlent

Ísland örum skorið

Tíu náttúruverndarsamtök gefa út kortið "Ísland örum skorið" sem sýnir hvaða breytingar verða á miðhálendi Íslands ef stóriðjuáform stjórnvalda ná fram að ganga. Af því tilefni verður opinn kynningarfundur á Hótel Borg klukkan 13 í dag. Markmið útgáfunnar er að upplýsa almenning um virkjana- og stóriðjuáform stjórnvalda og hvaða breytingar á miðhálendi Íslands þau hafa í för með sér. Fundarstjóri er Ásta Arnardóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur kynnir kortið og erindi flytja Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur, Þorvaldur Þorsteinsson listamaður og Ragnhildur Sigurðardóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×