Erlent

Þýskir ferðamenn drukkna

Tveir þýskir ferðamenn drukknuðu í gær, eftir að fimm meðlimir sömu fjölskyldu lentu í erfiðleikum vegna undiröldu þar sem þeir voru að synda í Norðursjónum við strendur Jótlands. Móðirin í fjölskyldunni er enn í lífshættu á sjúkrahúsi en tvö börn hennar, 10 og 16 ára, lifðu einnig af. Hinir látnu eru sagðir vera fjölskyldufaðirinn og amman en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp. Slysið, með fyrrgreindum afleiðingum, átti sér stað í Nymindegab, sem er 230 kílómetrum vestan við Kaupmannahöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×