Sport

Annar sigur Mickelsons í röð

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hrósaði sigri á Pebble Beach mótinu í bandarísku mótaröðinni í gær. Þetta var annar sigur hans í röð á mótaröðinni. Mickelson hafði forystu alla fjóra keppnisdagana og lék samtals á 19 höggum undir pari. Kanadamaðurinn Mike Weir varð annar, þremur höggum á Mickelson, og Englendingurinn Greg Owen þriðji á 13 höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×