Innlent

Selja félagslegar íbúðir

Sveitarfélagið Austurbyggð er nú sem óðast að losna við félagslegar íbúðir sínar, en slíkar íbúðir eru víða þungur baggi á sveitarsjóðum. Þrjár félagslegar íbúðir vour seldar í fyrra og nú er verið að ganga frá sölusamningum um þrjár í viðbót að því er fram kemur á vef Austurbyggðar. Það er hin aukna spurn eftir húsnæði á svæðinu sem veldur þessu, en talsvert er síðan að ákveðið var að reyna að selja íbúðirnar. Það reyndist hins vegar ókleift þar til nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×