Innlent

Hafnarfjörður lækkar álagningu

Bæjarráð Hafnafjarðar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði um sjö prósent. Álagningin lækkar því úr 0,36 prósent niður í 0,335 prósent. Þá var ákveðið að leggja til að álagningarprósenta á atvinnuhúsnæði verði lækkað úr 1,65 prósent niður í 1,628 prósent. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að með þessu vilja Hafnarfjarðarbær reyna að milda afleiðingar hækkunar á fasteignamati, sem gekk í gildi um áramót, fyrir eigendur fasteigna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×