Innlent

Vel gengið um tjaldstæðin

Engin teljandi vandamál komu upp á tjaldsvæði Akureyringa á Hömrum aðfaranótt 17. júní. Ölvun var í lágmarki og umgengni góð en á milli þrjú og fjögur hundruð gestir voru á tjaldsvæðinu. Mikið hefur verið kvartað undan ólátum á tjaldsvæðinu ofan við Sundlaug Akureyrar í kringum 17. júní síðustu ár og því var ákveðið að opna það ekki fyrr en 20 júní. Jafnframt hefur gæsla verið hert umtalsvert á svæðunum. "Þessar aðgerðir virðast hafa tekist vel og í ár er allur annar og betri bragur yfir tjaldsvæðinu á Hömrum en á tjaldsvæðinu ofan við sundlaugina á sama tíma fyrir ári." segir Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×