Innlent

Þögnin ræður ríkjum

Stígamót telja að þögnin ráði ríkjum meðal sérfræðinga um kynferðisafbrot. Minnihluti þeirra sem leituðu til samtakanna hefur reynt að leita aðstoðar annars staðar. Enginn þeirra sem leitaði til samtakanna í fyrra hafði rætt áður við starfsmenn skólanna eða prest. Yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga Stígamóta hefur ekki leitað annað eftir aðstoð. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir nauðsynlegt að efla fræðslu meðal sérfræðinga til að þeir geti tekið á þessum málum. Í fyrra hafi aðeins 13% af þeim sem leituðu til þeirra einhvers sagt frá. „Kærum fækkaði líka, voru í fyrra 6,2%, þannig að það eru ýmis merki um að það þurfi að gera mikið átak til þess að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Guðrún. Aðspurð hvers vegna þögnin sé að taka yfir aftur núna segir Guðrún ekki hægt að alhæfa um það en eitt atriði sé að gera mikið átak í menntun fagstéttanna, hvort sé um að ræða lækna, presta, sálfræðinga, lögfræðinga sem síðan verða dómarar, eða kennara. „Það er t.d. hægt að verða barnakennari án þess að læra nokkuð að ráði um kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×