Innlent

Neytendur borga brúsann

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki botna í því að kaupmenn í verðstríði geti selt vörur, eins og mjólk, á krónu eða jafnvel gefið. Það sé hins vegar gott fyrir neytendur og vísitöluna. Hann býst ekki við að þetta verði  til langframa og segir það sína reynslu að neytendur þurfi að borga fyrir svona verðlækkun með einum eða öðrum hætti. „Ef kaupmenn ætla að fara að tapa hér fleiri hundruð milljónum á einum mánuði þá er ég nokkurn veginn viss um að þeir muni reyna að ná því af neytendum einhvern tíma seinna,“ segir Halldór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×