Innlent

Gervigras í Neskaupstað

Ákveðið hefur verið að leggja gervigras á gamla malar­knattspyrnuvöllinn í Neskaupstað og er stefnt á að framkvæmdum verði lokið næsta vor. Samvinnufélag útgerðamanna Neskaupstað (SÚN) fjármagnar framkvæmdina en Samvinnu­félagið mun einnig greiða fyrir girðingu sem sett verður upp sunnan vallarins.

Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélagsins, segir kostnað við gervigras og girðingu ekki liggja fyrir en ljóst sé að hann skipti tugmilljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×