Innlent

Skuldastaðan áhyggjuefni

Margrét sverrisdóttir sér margt jákvætt í málefnastöðu R-listans en hefur þó áhyggjur af skuldastöðu borgarinnar.
Margrét sverrisdóttir sér margt jákvætt í málefnastöðu R-listans en hefur þó áhyggjur af skuldastöðu borgarinnar.

Margrét Sverrisdóttir, sem nú er fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn í fjarveru Ólafs F. Magnússonar, segir margt jákvætt í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hún segir þó augljóst að bókhaldsbrellum sé beitt til þess að fegra stöðuna.

"Skuldir borgarinnar aukast ár frá ári, úr 71 milljarði árið 2004 í 76 milljarða fyrir þetta ár samkvæmt útkomuspá. Þessi aukning skulda samstæðunnar, borgarsjóðs og fyrirtækja, skýrist af því að skuldum borgarinnar hefur verið velt yfir á fyrirtæki borgarinnar. Það þýðir ekkert að færa skuldir yfir á fyrirtækin og stæra sig svo af góðri afkomu borgarsjóðs, því borgin er líka fyrirtækin sem hún á," sagði Margrét í ræðu sinni þegar fjárhagsáætlunin var rædd.

Margrét sagðist ánægð með hvernig haldið hefði verið á menningar- og menntamálum. "Málið er hins vegar fegrað fullmikið með því að láta skuldastöðuna líta betur út en hún er í raun. Sérstaklega hef ég þó áhyggjur af stöðu almenningssamgangna í borginni. Mér finnst síðustu breytingar ekki hafa bætt stöðu þeirra neitt sérstaklega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×