Innlent

Endurbætt og tekur ofan

Bíldudalskirkja. Turninn er hér tekinn niður og markar það upphafið á allsherjar andlitslyftingu Bíldudalskirkju, sem á aldarafmæli á næsta ári.
Bíldudalskirkja. Turninn er hér tekinn niður og markar það upphafið á allsherjar andlitslyftingu Bíldudalskirkju, sem á aldarafmæli á næsta ári.

"Hún kann sig kirkjan og tekur ofan fyrir fólkinu," segir Páll Ágústsson, formaður sóknarnefndar, en turn Bíldudalskirkju var tekinn niður í síðustu viku. Ástæðan er sú að timbrið í turninum er farið að fúna og verður að endursmíða hann að mestu leyti. Stefnt er að því að þeim viðgerðum ljúki fyrir áramót.

"En þetta er aðeins byrjunin því það á að taka alla kirkjuna í gegn bæði utanhúss og innan svo hún skarti sínu fegursta á aldarafmæli sínu sem er á næsta ári," segir Páll. Rögnvaldur Á. Ólafsson, sem oft er nefndur fyrsti arkitektinn, hannaði kirkjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×