Innlent

Stífluð niðurföll valda vandræðum

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna þriggja vatnsleka í dag. Um er að ræða stífluð niðurföll sem verða til þess að það flæðir inn í nærliggjandi íbúðir þegar rigning er og vatn á götum er mikið. Allar íbúðirnar sem flætt hefur inn í eru kjallaraíbúðir og er búið að hreinsa vatn upp í þeim öllum. Um óverulegar skemmdir er að ræða í öllum íbúðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×