Innlent

Landsnet hf. kaupir flutningsvirki

Landsnet hf. hefur keypt flutningsvirki þau sem voru í eigu Orkubús Vestfjarða, RARIK og Landsvirkjunnar. Söluverðið er 26,8 milljarðar króna og var það greitt með skuldabréfum og hlutabréfum en eignarhlutur Orkubús Vestfjarða er allur í hlutabréfaeign. Hlutur Orkubús Vestfjarða er sagður vera upp á 400-500 milljónir króna en það er 6% hlutur í fyrirtækinu en Rarik og Landsvirkjun leystu hluta af sinni eign út í greiðslu. Landsnet hf. er með einkaleyfi á dreifingu á raforku á landinu en fyritækið var stofnað um síðustu áramót. Orkubú Vestfjaðra á 6% í Landsneti hf. RARIK á 24% og Landsvirkjun 70%.

Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir svo frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×