Innlent

Takmarkanir felldar úr gildi

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Fólk frá öllu Evrópusambandinu verður með sömu réttindi.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Fólk frá öllu Evrópusambandinu verður með sömu réttindi.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur allar líkur á því að lögbundnar takmarkanir á flæði fólks í atvinnuleit frá nýjum ríkjum innan Evrópusambandsins verði ekki endurnýjaðar næsta vor.

Mörg Evrópuríki tóku upp slíkar takmarkanir til aðlögunar þegar ríkjum Austur Evrópu fjölgaði í Evrópusambandinu. Nýleg skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar bendir meðal annars til þess að takmarkanirnar hafi stuðlað að flutningi á vinnuafli milli landa í skjóli starfsmannaleiga.

"Ég hef skilið aðila vinnumarkaðnarins þannig að það þjóni ekki tilgangi við þessar aðstæður að framlengja þessar reglur sem settar voru á sínum tíma. Ætlunin er að taka á þessum málum með sambærilegum hætti hvort sem um er að ræða eldri ríki Evrópusambandsins eða nýrri aðildarlönd eins og Pólland og Eystrasaltslöndin. Það eru allar líkur á því að þetta verði fellt úr gildi en við gerum það ekki nema í samráði við aðila vinnumarkaðarins," segir forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×