Innlent

Neysla efna eykst um tvítugt

Miðbærinn á laugardagskvöldi. Fimmtán prósent ungmenna undir sextán ára aldri reykir að staðaldri. Fjórum árum síðar er hlutfallið komið yfir 30 prósent.
Miðbærinn á laugardagskvöldi. Fimmtán prósent ungmenna undir sextán ára aldri reykir að staðaldri. Fjórum árum síðar er hlutfallið komið yfir 30 prósent.

Neysla hvers kyns vímuefna eykst umtalsvert um tvítugsaldur samkvæmt nýrri úttekt sem Rannsóknir og greining hafa unnið fyrir Lýðheilsustofnun og birt var í vikunni.

Sýnir hún að ungmenni eru viðkvæmust fyrir á tímabilinu eftir grunnskóla og fyrir framhaldsskóla og aukið aðhald á þeim tímapunkti frá foreldrum og vinum getur haft úrslitaáhrif. Í skýrslunni, sem var mjög ítarleg og náði til rúmlega ellefu þúsund ungmenna í framhaldsskólum landsins, kemur fram að þrátt fyrir mikinn áróður stjórnvalda og stofnana gegn reykingum ungmenna síðastliðin ár hefur orðið lítil breyting á reykingum síðustu árin.

Frá síðasta ári grunnskóla og að fyrsta ári í framhaldsskóla aukast reykingar sama aldurshóps um rúmlega þrjú prósent og um tvítugt reykja yfir 30 prósent allra framhaldsskólanemenda sígarettur daglega.

Inga Dóra Sigfúsdóttir, doktor í félagsfræði og einn aðstandenda skýrslunnar segir upp úr standa hversu viðkvæmt skeið tímabilið milli grunn- og framhaldsskóla sé. Það geti haft úrslitaáhrif á hvort ungmenni leiðist út í vímuefnanotkun eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×