Innlent

Ljósmyndasýningin Eftir Tsunami opnuð í Smáralindinni í dag

Ljósmyndasýningin Eftir Tsunami verður opnuð í Smáralindinni klukkan þrjú í dag. Á sýningunni eru myndir frá Indónesíu og Sri Lanka, sem teknar voru af Þorkeli Þorkelssyni ljósmyndara í september síðastliðnum, þegar níu mánuðir voru liðnir frá því að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf með þeim afleiðingum að hátt í 200 þúsund manns týndu lífi. Höfundur texta er Ómar Valdimarsson sendifulltrúi sem starfaði við uppbyggingu Rauða hálfmánans í Indónesíu. Sýningin í Smáralindinni stendur til 11. janúar næstkomandi og þaðan fer sýningin norður til Akureyrar þar sem hún verður sett upp í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×