Innlent

Styrktu hjálparstarf í Pakistan í stað þess að setja upp jólaseríu

Mynd/Sólveig Ólafsdóttir

Íbúar að Miðleiti 5-7 ákváðu að gefa gefa fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan 50 þúsund krónur í stað þess setja jólaseríu á sameign hússins eins og gert hefur verið undanfarin ár. Birgir Þorgilsson, formaður húsfélagsing Gimli Miðleiti 5-7, segir að íbúarnir hafi frekað viljað gefa peninga til hjálparstarfs í Pakistan en að setja upp jólaseríu. Birgir segir að íbúarnir vonist til að fleiri geri slíkt hið sama. Alls hafa 47,5 milljónir safnast í söfnun Rauða kross Íslands.

Enn er tekið við framlögum í söfnunarsíma Rauða krossins 907 2020 og á reikning Hjálparsjóðs Rauða kross Íslands í SPRON, 1151-26-00012, kennitala 530269-2649. Einnig er hægt að fara inn á www.redcross.is og greiða með kreditkorti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×