Ofvirkur graffari ætlar á toppinn 11. febrúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV. Þar er, eins og alltaf, ítarleg úttekt á skemmtanalífinu um helgina. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á djammkortinu. Ólafur Orri prýðir forsíðuna, hann er einn af færustu gröffurum landsins, spreyjaði út um alla Evrópu og fílar að vera með athyglisbrest. Það fer ekki mikið fyrir graffmenningu á Íslandi. Maður rekur augun í einstaka mynd á labbi um miðbæinn en annars er þetta heimur sem maður veit ekkert af. Það er þó ekki þar með sagt að þetta sé ekki til hérna. Það er allt morandi af gröffurum sem krauma undir niðri í þjóðfélaginu. Þetta eru upp til hópa miklir listamenn og þeir leynast í mörgum hönnunartengdum störfum. Fókus talaði við einn besta graffarann á landinu í dag. Óli, eða Ólafur Orri Guðmundsson eins og hann heitir er 23 ára gamall. Hann vinnur hjá auglýsingafyrirtæki þar sem hann er auglýsingateiknari. Hann er tiltölulega nýbyrjaður þannig að það er ekki ennþá komið á skjáinn eða á göturnar það sem hann er búinn að gera. Óli er líka graffari af lífi og sál og hefur mikið að segja um helvíti margt. Er ekki mikið fyrir skóla Óli var í LHÍ eina önn en hætti af því að lánin voru að sliga hann. "Ég byrjaði svo tvisvar í Listaháskóla í Rotterdam en hætti þar líka. Ég fór líka í Myndlistarskólann í Reykjavík en hætti þar líka. Ég er bara ekkert mikið fyrir skóla, endist alltaf svona fram að jólum en kem svo aldrei aftur." Hann hefur alltaf verið teiknandi. "Ég vinn samt geðveikt skringilega. Ég verð að vinna eftir mínu höfði. Ég er algjör rispumaður og tek svona tarnir. Af því að ég veit alveg hvað ég ætla að gera, ég sé það alveg fyrir mér áður. Ég nenni engan veginn að dunda mér eitthvað." Með hátt sjálfsálit Óli er með athyglisbrest og ofvirkni á háu stigi. "Svo er ég að hætta að reykja núna og orkan er alveg að fara með mig. Ég róa mig niður þegar ég teikna." En hvernig ætli Óli líti á sjálfan sig sem listamann? "Ætli maður geti ekki sagt að ég hafi hátt sjálfsálit varðandi listina. Ekkert endilega varðandi eitthvað annað,"segir Óli hlæjandi. "Í þessu þá hugsa ég alltaf bara að sama hvað ég geri þá verði þetta næs. Það verður það svo alltaf, finnst mér sjálfum. Og ég hef ekki fengið mikið af neikvæðum kommentum. Maður verður bara að hafa hátt sjálfsálit í þessu. Ég segi alltaf við fólk að það geti allir málað. Ef þú málar eitthvað og segir bara "þetta er kúl" og hengir það upp á vegg þá tekur fólk mark á þér ..." Afganginn af viðtalinu og sýnishorn af verkum Óla, má finna í Fókus, sem fylgir DV í dag. Blaðið er auðvitað stútfullt af öðru efni. Það sauð upp úr á æfingu hjá Brain Police á dögunum og Fókus segir frá því gítarleikarinn hætti í kjölfarið með stæl á stóra sviði Þjóðleikhússins. Herra Ísland og fleiri segja frá ferðasögum frá helvíti. Bíbí, sem byrjaði í Singapore Sling í vikunni, ætlar að taka börnin sín með á tónleika. Vinsælasta teiknimyndasaga landsins er eftir Hugleik Dagsson. Fókus lítur á hana og nokkrar aðrar af heitustu myndasögunum í dag. Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV. Þar er, eins og alltaf, ítarleg úttekt á skemmtanalífinu um helgina. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á djammkortinu. Ólafur Orri prýðir forsíðuna, hann er einn af færustu gröffurum landsins, spreyjaði út um alla Evrópu og fílar að vera með athyglisbrest. Það fer ekki mikið fyrir graffmenningu á Íslandi. Maður rekur augun í einstaka mynd á labbi um miðbæinn en annars er þetta heimur sem maður veit ekkert af. Það er þó ekki þar með sagt að þetta sé ekki til hérna. Það er allt morandi af gröffurum sem krauma undir niðri í þjóðfélaginu. Þetta eru upp til hópa miklir listamenn og þeir leynast í mörgum hönnunartengdum störfum. Fókus talaði við einn besta graffarann á landinu í dag. Óli, eða Ólafur Orri Guðmundsson eins og hann heitir er 23 ára gamall. Hann vinnur hjá auglýsingafyrirtæki þar sem hann er auglýsingateiknari. Hann er tiltölulega nýbyrjaður þannig að það er ekki ennþá komið á skjáinn eða á göturnar það sem hann er búinn að gera. Óli er líka graffari af lífi og sál og hefur mikið að segja um helvíti margt. Er ekki mikið fyrir skóla Óli var í LHÍ eina önn en hætti af því að lánin voru að sliga hann. "Ég byrjaði svo tvisvar í Listaháskóla í Rotterdam en hætti þar líka. Ég fór líka í Myndlistarskólann í Reykjavík en hætti þar líka. Ég er bara ekkert mikið fyrir skóla, endist alltaf svona fram að jólum en kem svo aldrei aftur." Hann hefur alltaf verið teiknandi. "Ég vinn samt geðveikt skringilega. Ég verð að vinna eftir mínu höfði. Ég er algjör rispumaður og tek svona tarnir. Af því að ég veit alveg hvað ég ætla að gera, ég sé það alveg fyrir mér áður. Ég nenni engan veginn að dunda mér eitthvað." Með hátt sjálfsálit Óli er með athyglisbrest og ofvirkni á háu stigi. "Svo er ég að hætta að reykja núna og orkan er alveg að fara með mig. Ég róa mig niður þegar ég teikna." En hvernig ætli Óli líti á sjálfan sig sem listamann? "Ætli maður geti ekki sagt að ég hafi hátt sjálfsálit varðandi listina. Ekkert endilega varðandi eitthvað annað,"segir Óli hlæjandi. "Í þessu þá hugsa ég alltaf bara að sama hvað ég geri þá verði þetta næs. Það verður það svo alltaf, finnst mér sjálfum. Og ég hef ekki fengið mikið af neikvæðum kommentum. Maður verður bara að hafa hátt sjálfsálit í þessu. Ég segi alltaf við fólk að það geti allir málað. Ef þú málar eitthvað og segir bara "þetta er kúl" og hengir það upp á vegg þá tekur fólk mark á þér ..." Afganginn af viðtalinu og sýnishorn af verkum Óla, má finna í Fókus, sem fylgir DV í dag. Blaðið er auðvitað stútfullt af öðru efni. Það sauð upp úr á æfingu hjá Brain Police á dögunum og Fókus segir frá því gítarleikarinn hætti í kjölfarið með stæl á stóra sviði Þjóðleikhússins. Herra Ísland og fleiri segja frá ferðasögum frá helvíti. Bíbí, sem byrjaði í Singapore Sling í vikunni, ætlar að taka börnin sín með á tónleika. Vinsælasta teiknimyndasaga landsins er eftir Hugleik Dagsson. Fókus lítur á hana og nokkrar aðrar af heitustu myndasögunum í dag.
Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira