Ofvirkur graffari ætlar á toppinn 11. febrúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV. Þar er, eins og alltaf, ítarleg úttekt á skemmtanalífinu um helgina. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á djammkortinu. Ólafur Orri prýðir forsíðuna, hann er einn af færustu gröffurum landsins, spreyjaði út um alla Evrópu og fílar að vera með athyglisbrest. Það fer ekki mikið fyrir graffmenningu á Íslandi. Maður rekur augun í einstaka mynd á labbi um miðbæinn en annars er þetta heimur sem maður veit ekkert af. Það er þó ekki þar með sagt að þetta sé ekki til hérna. Það er allt morandi af gröffurum sem krauma undir niðri í þjóðfélaginu. Þetta eru upp til hópa miklir listamenn og þeir leynast í mörgum hönnunartengdum störfum. Fókus talaði við einn besta graffarann á landinu í dag. Óli, eða Ólafur Orri Guðmundsson eins og hann heitir er 23 ára gamall. Hann vinnur hjá auglýsingafyrirtæki þar sem hann er auglýsingateiknari. Hann er tiltölulega nýbyrjaður þannig að það er ekki ennþá komið á skjáinn eða á göturnar það sem hann er búinn að gera. Óli er líka graffari af lífi og sál og hefur mikið að segja um helvíti margt. Er ekki mikið fyrir skóla Óli var í LHÍ eina önn en hætti af því að lánin voru að sliga hann. "Ég byrjaði svo tvisvar í Listaháskóla í Rotterdam en hætti þar líka. Ég fór líka í Myndlistarskólann í Reykjavík en hætti þar líka. Ég er bara ekkert mikið fyrir skóla, endist alltaf svona fram að jólum en kem svo aldrei aftur." Hann hefur alltaf verið teiknandi. "Ég vinn samt geðveikt skringilega. Ég verð að vinna eftir mínu höfði. Ég er algjör rispumaður og tek svona tarnir. Af því að ég veit alveg hvað ég ætla að gera, ég sé það alveg fyrir mér áður. Ég nenni engan veginn að dunda mér eitthvað." Með hátt sjálfsálit Óli er með athyglisbrest og ofvirkni á háu stigi. "Svo er ég að hætta að reykja núna og orkan er alveg að fara með mig. Ég róa mig niður þegar ég teikna." En hvernig ætli Óli líti á sjálfan sig sem listamann? "Ætli maður geti ekki sagt að ég hafi hátt sjálfsálit varðandi listina. Ekkert endilega varðandi eitthvað annað,"segir Óli hlæjandi. "Í þessu þá hugsa ég alltaf bara að sama hvað ég geri þá verði þetta næs. Það verður það svo alltaf, finnst mér sjálfum. Og ég hef ekki fengið mikið af neikvæðum kommentum. Maður verður bara að hafa hátt sjálfsálit í þessu. Ég segi alltaf við fólk að það geti allir málað. Ef þú málar eitthvað og segir bara "þetta er kúl" og hengir það upp á vegg þá tekur fólk mark á þér ..." Afganginn af viðtalinu og sýnishorn af verkum Óla, má finna í Fókus, sem fylgir DV í dag. Blaðið er auðvitað stútfullt af öðru efni. Það sauð upp úr á æfingu hjá Brain Police á dögunum og Fókus segir frá því gítarleikarinn hætti í kjölfarið með stæl á stóra sviði Þjóðleikhússins. Herra Ísland og fleiri segja frá ferðasögum frá helvíti. Bíbí, sem byrjaði í Singapore Sling í vikunni, ætlar að taka börnin sín með á tónleika. Vinsælasta teiknimyndasaga landsins er eftir Hugleik Dagsson. Fókus lítur á hana og nokkrar aðrar af heitustu myndasögunum í dag. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV. Þar er, eins og alltaf, ítarleg úttekt á skemmtanalífinu um helgina. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á djammkortinu. Ólafur Orri prýðir forsíðuna, hann er einn af færustu gröffurum landsins, spreyjaði út um alla Evrópu og fílar að vera með athyglisbrest. Það fer ekki mikið fyrir graffmenningu á Íslandi. Maður rekur augun í einstaka mynd á labbi um miðbæinn en annars er þetta heimur sem maður veit ekkert af. Það er þó ekki þar með sagt að þetta sé ekki til hérna. Það er allt morandi af gröffurum sem krauma undir niðri í þjóðfélaginu. Þetta eru upp til hópa miklir listamenn og þeir leynast í mörgum hönnunartengdum störfum. Fókus talaði við einn besta graffarann á landinu í dag. Óli, eða Ólafur Orri Guðmundsson eins og hann heitir er 23 ára gamall. Hann vinnur hjá auglýsingafyrirtæki þar sem hann er auglýsingateiknari. Hann er tiltölulega nýbyrjaður þannig að það er ekki ennþá komið á skjáinn eða á göturnar það sem hann er búinn að gera. Óli er líka graffari af lífi og sál og hefur mikið að segja um helvíti margt. Er ekki mikið fyrir skóla Óli var í LHÍ eina önn en hætti af því að lánin voru að sliga hann. "Ég byrjaði svo tvisvar í Listaháskóla í Rotterdam en hætti þar líka. Ég fór líka í Myndlistarskólann í Reykjavík en hætti þar líka. Ég er bara ekkert mikið fyrir skóla, endist alltaf svona fram að jólum en kem svo aldrei aftur." Hann hefur alltaf verið teiknandi. "Ég vinn samt geðveikt skringilega. Ég verð að vinna eftir mínu höfði. Ég er algjör rispumaður og tek svona tarnir. Af því að ég veit alveg hvað ég ætla að gera, ég sé það alveg fyrir mér áður. Ég nenni engan veginn að dunda mér eitthvað." Með hátt sjálfsálit Óli er með athyglisbrest og ofvirkni á háu stigi. "Svo er ég að hætta að reykja núna og orkan er alveg að fara með mig. Ég róa mig niður þegar ég teikna." En hvernig ætli Óli líti á sjálfan sig sem listamann? "Ætli maður geti ekki sagt að ég hafi hátt sjálfsálit varðandi listina. Ekkert endilega varðandi eitthvað annað,"segir Óli hlæjandi. "Í þessu þá hugsa ég alltaf bara að sama hvað ég geri þá verði þetta næs. Það verður það svo alltaf, finnst mér sjálfum. Og ég hef ekki fengið mikið af neikvæðum kommentum. Maður verður bara að hafa hátt sjálfsálit í þessu. Ég segi alltaf við fólk að það geti allir málað. Ef þú málar eitthvað og segir bara "þetta er kúl" og hengir það upp á vegg þá tekur fólk mark á þér ..." Afganginn af viðtalinu og sýnishorn af verkum Óla, má finna í Fókus, sem fylgir DV í dag. Blaðið er auðvitað stútfullt af öðru efni. Það sauð upp úr á æfingu hjá Brain Police á dögunum og Fókus segir frá því gítarleikarinn hætti í kjölfarið með stæl á stóra sviði Þjóðleikhússins. Herra Ísland og fleiri segja frá ferðasögum frá helvíti. Bíbí, sem byrjaði í Singapore Sling í vikunni, ætlar að taka börnin sín með á tónleika. Vinsælasta teiknimyndasaga landsins er eftir Hugleik Dagsson. Fókus lítur á hana og nokkrar aðrar af heitustu myndasögunum í dag.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira