Innlent

Íslenskir þingmenn grýttir

Það voru börn og unglingar sem grýttu en þau voru uppi á húsþaki skammt frá. Að sögn Magnúsar virðast bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn beita þeirri aðferð að etja krökkum og unglingum til verka sem þessara þar sem þau eru ósakhæf. Að sögn hans varð hópurinn var við að Ísraelsmenn beittu ýmsum niðrandi brögðum til að gera líf Palestínumanna sem óbærilegast. Til dæmis höfðu ísraelskir hermenn komið sér fyrir uppi á þaki hjá palestínsku fjölskyldunni sem þingmennirnir heimsóttu og hentu hermennirnir drasli og jafnvel flöskum með þvagi niður í garðinn. Auk Magnúsar eru með í för þingmennirnir Jónina Bjartmarz, Guðrún Ögmundsdóttir, Jón Bjarnason og Þuríður Backman. Þau munu heimsækja ísraelska þingið eftir helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×