Innlent

Þjóðvegi eitt lokað við Hnausa

Þjóðvegur eitt nálægt bænum Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu verður lokaður eftir klukkan fjögur í dag, en þá hyggst lögregla fjarlægja vörubíl með tengivagni sem fór á hliðina þar í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. Þar með dróst bíllinn á hliðina og valt síðan ásamt tengivagninum. Bílstjórinn var fluttur beinbrotinn og skorinn með sjúkrabíl til Akureyrar. Óvíst er hversu langan tíma það tekur að fjarlægja ökutækin en Vegagerðin bendir fólki á að aka veginn um Vatnsdal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×