Byrjað á göngum eftir 18 mánuði 19. mars 2005 00:01 Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag. Þetta eru í raun engar nýjar fréttir og í samræmi við yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf sumarið 2003 eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni fyrir að fresta framkvæmdunum. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003. Skömmu eftir kosningarnar var verkinu hins vegar slegið á frest um tvö ár og borið við yfirvofandi þensluástandi. Til að slá á reiði Siglfirðinga, sem þá braust út, lýsti rikisstjórnin því yfir í júlímánuði 2003 að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út haustið 2005 og verkið hafið haustið 2006. Jafnframt bauð ríkisstjórnin að verktími yrði styttur þannig að göngin yrðu tilbúin árið 2009. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þetta kjarninn í þeim skilaboðum sem Sturla Böðvarsson færir fundarmönnum í Bátahúsinu á Siglufirði en þar hefst fundurinn klukkan tvö í dag. Með ráðherranum verða Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson, helsti jarðgangasérfræðingur Vegagerðarinnar. Göngin sem tengja eiga Siglufjörð og Ólafsfjörð um Héðinsfjörð verða í tvennu lagi og saman verða þau lengstu veggöng hérlendis og verkefnið í heild ein stærsta framkvæmd sem ríkið hefur lagt í. Þegar tilboð í verkið voru opnuð vorið 2003 reyndist lægsta boð vera upp á liðlega sex milljarða króna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast eftir eitt og hálft ár. Þessi tíðindi færir samgönguráðherra Siglfirðingum á fundi sem hann boðar til um samgöngumál á Siglufirði í dag. Þetta eru í raun engar nýjar fréttir og í samræmi við yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf sumarið 2003 eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni fyrir að fresta framkvæmdunum. Fyrir þingkosningarnar vorið 2003 höfðu stjórnvöld lýst því yfir að borun Héðinsfjarðaganga hæfist haustið 2004 og var verkið boðið út vorið 2003. Skömmu eftir kosningarnar var verkinu hins vegar slegið á frest um tvö ár og borið við yfirvofandi þensluástandi. Til að slá á reiði Siglfirðinga, sem þá braust út, lýsti rikisstjórnin því yfir í júlímánuði 2003 að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út haustið 2005 og verkið hafið haustið 2006. Jafnframt bauð ríkisstjórnin að verktími yrði styttur þannig að göngin yrðu tilbúin árið 2009. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 verður þetta kjarninn í þeim skilaboðum sem Sturla Böðvarsson færir fundarmönnum í Bátahúsinu á Siglufirði en þar hefst fundurinn klukkan tvö í dag. Með ráðherranum verða Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson, helsti jarðgangasérfræðingur Vegagerðarinnar. Göngin sem tengja eiga Siglufjörð og Ólafsfjörð um Héðinsfjörð verða í tvennu lagi og saman verða þau lengstu veggöng hérlendis og verkefnið í heild ein stærsta framkvæmd sem ríkið hefur lagt í. Þegar tilboð í verkið voru opnuð vorið 2003 reyndist lægsta boð vera upp á liðlega sex milljarða króna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira