Innlent

Steypuvinna í mars eða apríl

Trevor Adams, verkefnisstjóri Alcoa, býst við að steypuvinna við álverið í Reyðarfirði hefjist í mars eða apríl. Hann segir að verkið sé nokkurn veginn á áætlun og það gangi vel þrátt fyrir einhver áföll í jarðvinnunni upp á síðkastið. Adams fundaði með Smára Geirssyni og Guðmundi Bjarnasyni, sveitarstjórnarmönnum í Fjarðabyggð, í síðustu viku og var létt yfir þeim. "Verið er að vinna að umhverfismálum og við munum leysa það eins fljótt og við getum þannig að framkvæmdirnar verði samkvæmt áætlun," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×