Innlent

Kókaínkafteinn slapp létt

Ómar Örvarsson, stýrimaður á Hauki ÍS, var í gær dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir ræktun á 190 kannabisplöntum. Fullyrt er í dómsorði að Ómar hafi ekki áður gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöf, jafnvel þó hann hafi verið tekinn með 14 kíló af kókaíni árið 1997. Ákæruvaldið dró úr hófi að koma málinu í dóm svo héraðsdómari ákvað að skilorðsbinda dóminn. Ómar hlaut 20 mánaða fangelsisdóm árið 1997 fyrir tilraun til smygls á 14 kílóum af kókaíni frá Curacao í Suður-Ameríku. Nýverið gagnrýndi forstöðumaður Sendibílastöðvarinnar það að þegar Ómar sótti um starf hjá stöðinni hafi hann framvísað hreinu sakarvottorði - þrátt fyrir kókaínkílóin fjórtán. Þetta sama brot er ekki enn komið á sakaskrá Ómars, ef marka má dóm héraðsdóms í gær. Meira í DV í dag.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×