Fjöldi ábendinga um svart vinnuafl 25. janúar 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík og Útlendingastofnun hafa sett sig í samband við Samiðn, samband iðnfélaga, og óskað eftir samstarfi vegna gruns um fjölda útlendinga í ólöglegri atvinnustarfsemi hér á landi, að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar formanns Samiðnar. "Við munum að sjálfsögðu þiggja það," sagði Finnbjörn, sem sagði jafnframt að þessi tilmæli hefðu borist sambandinu í kjölfar umræðu í fjölmiðlum um slíka starfsemi hér. Yrði þeim svarað í vikunni og reynt að koma á fundi fulltrúa Samiðnar, lögreglunnar og Útlendingastofnunar. "Við ætlum ekki að fara að stilla okkur upp sem eitthverju eftirlitsvaldi hér á landi," sagði Finnbjörn enn fremur. "Þetta er á forræði opinberra aðila, en við erum tilbúnir til að vinna með þeim ef það hjálpar eitthvað. Við lítum svo á að þetta sé fyrst og fremst á ábyrgð stjórnvalda." Samiðn vinnur nú að könnun á starfsemi með ólöglegt erlent vinnuafl og stendur hún fram á vorið. Hlutur erlenda vinnuaflsins er aðeins hluti af þeirri könnun, því hún nær til þess hverjir eru almennt að vinna störf iðnaðarmanna. Hörgull er á þeim þessa dagana, að sögn Finnbjörns, og þá fara aðrir í störfin. "Við erum búnir að fá alveg aragrúa af ábendingum og upplýsingum, þannig að það fer ekkert á milli mála, að við höfum síst verið of stórtækir í yfirlýsingum um fjölda," sagði Finnbjörn. "Þetta kemur frá fólki sem veit um vinnuafl af þessu tagi í sínu umhverfi og vill láta okkur vita. Við viljum fá einhvern farveg hjá opinberum aðilum, hvernig við förum með þessar upplýsingar, bæði það sem kemur til okkar frá utanaðkomandi og eins það sem eftirlitsmenn okkar verða varir við, því við erum auðvitað með okkar vinnustaðaeftirlit samt sem áður. En það snýr ekki einungis að útlendingum, heldur er um almennt vinnustaðaeftirlit að ræða. Og þetta ólöglega vinnuafl er víðar heldur en í byggingariðnaði." Finnbjörn sagði að samkvæmt orðrómi væru ólöglegir starfsmenn með 4 - 800 krónur á tímann í dagvinnu, á meðan íslenskur smiður með réttindi væri að fá 14 - 1600 á tímann. "Við höfum mikinn áhuga á að nálgast þessa menn og aðstoða þá við að innheimta rétt laun," sagði Finnbjörn. Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík og Útlendingastofnun hafa sett sig í samband við Samiðn, samband iðnfélaga, og óskað eftir samstarfi vegna gruns um fjölda útlendinga í ólöglegri atvinnustarfsemi hér á landi, að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar formanns Samiðnar. "Við munum að sjálfsögðu þiggja það," sagði Finnbjörn, sem sagði jafnframt að þessi tilmæli hefðu borist sambandinu í kjölfar umræðu í fjölmiðlum um slíka starfsemi hér. Yrði þeim svarað í vikunni og reynt að koma á fundi fulltrúa Samiðnar, lögreglunnar og Útlendingastofnunar. "Við ætlum ekki að fara að stilla okkur upp sem eitthverju eftirlitsvaldi hér á landi," sagði Finnbjörn enn fremur. "Þetta er á forræði opinberra aðila, en við erum tilbúnir til að vinna með þeim ef það hjálpar eitthvað. Við lítum svo á að þetta sé fyrst og fremst á ábyrgð stjórnvalda." Samiðn vinnur nú að könnun á starfsemi með ólöglegt erlent vinnuafl og stendur hún fram á vorið. Hlutur erlenda vinnuaflsins er aðeins hluti af þeirri könnun, því hún nær til þess hverjir eru almennt að vinna störf iðnaðarmanna. Hörgull er á þeim þessa dagana, að sögn Finnbjörns, og þá fara aðrir í störfin. "Við erum búnir að fá alveg aragrúa af ábendingum og upplýsingum, þannig að það fer ekkert á milli mála, að við höfum síst verið of stórtækir í yfirlýsingum um fjölda," sagði Finnbjörn. "Þetta kemur frá fólki sem veit um vinnuafl af þessu tagi í sínu umhverfi og vill láta okkur vita. Við viljum fá einhvern farveg hjá opinberum aðilum, hvernig við förum með þessar upplýsingar, bæði það sem kemur til okkar frá utanaðkomandi og eins það sem eftirlitsmenn okkar verða varir við, því við erum auðvitað með okkar vinnustaðaeftirlit samt sem áður. En það snýr ekki einungis að útlendingum, heldur er um almennt vinnustaðaeftirlit að ræða. Og þetta ólöglega vinnuafl er víðar heldur en í byggingariðnaði." Finnbjörn sagði að samkvæmt orðrómi væru ólöglegir starfsmenn með 4 - 800 krónur á tímann í dagvinnu, á meðan íslenskur smiður með réttindi væri að fá 14 - 1600 á tímann. "Við höfum mikinn áhuga á að nálgast þessa menn og aðstoða þá við að innheimta rétt laun," sagði Finnbjörn.
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira