Sport

Ekki metin að verðleikum

"Ég tel engan vafa leika á því að Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið besta íþróttamanneskja landsins síðastliðin ár," segir Arnór Pétursson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar. Arnór er afar ósáttur við kjör á íþróttamanni ársins en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hlaut Eiður Smári Guðjohnsen nafnbótina að þessu sinni. Kristín Rós hafnaði hins vegar í fjórða sæti. "Kristín Rós hefur unnið allt sem hægt er að vinna og er eini Íslendingurinn sem hefur komið heim með gull af Ólympíuleikum," segir Arnór. "Ég skil því ekki hvers vegna gengið er framhjá henni ár eftir ár. Hennar mikli árangur er ekki metinn að verðleikum." Arnór segist í framhaldi af vali á íþróttamanni ársins velta því fyrir sér hvað fatlaðir íþróttamenn þurfi að afreka til þess að vera kjörnir íþróttamenn ársins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×