Lífið

Ungfrú hjólastóll krýnd

Nýjasta fegurðardrottning Bandaríkjanna var krýnd um helgina. Það var Kristin Connors sem hlaut titilinn „Ungfrú hjólastóll“. Keppt var um þennan titil þrítugasta og þriðja árið í röð en keppninni er ætlað að vekja athygli á málstað þeirra sem nota hjólastóla eða göngugrindur. Keppnin í ár fór fram í skugga hneykslismáls en dagblað birti nýlega myndir af ungfrú Wisconsin þar sem hún stóð í báða fætur. Hún var svipt titlinum þegar í stað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.