Erlent

Grunuð um tengsl við hryðjuverk

Lögregla í Bretlandi handtók í gær fjórar manneskjur á Manchester-flugvelli vegna gruns um að þær tengdust hryðjuverkastarfsemi. Fólkið, tveir menn og tvær konur, sætir nú yfirheyrslu en það er talið hafa lagt til fé og ýmislegt annað sem notað hafi verið til hryðjuverka. Bresk lögregla hefur látið sverfa til stáls í baráttu sinni gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásanna á Lundúnir í síðasta mánuði, en fólkið sem handtekið var í gær er þó ekki talið tengjast þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×